You are using an outdated browser. For a faster, safer browsing experience, upgrade for free today.

Tyrol 8.-14. júlí

Komdu með í eina fallegustu gönguferð sem völ er á í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Ítalíu.

Verð frá 229.900 kr.

Til að koma með í þessa ferð 8.-14. júlí, smelltu á bóka hér við hliðina á - Bóka

Komdu með í eina fallegustu gönguferð sem völ er á í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Gengin verður hluti af leið sem nefnist The Carnic High Trail sem er allt í allt 168 kílómetrar og ef hún er gengin frá upphafi til enda tekur það um 11 daga. Við ætlum að ganga um fyrsta þriðjung leiðarinnar sem er gjarnan nefndur hápunktur göngunnar vegna fallegs útsýnis yfir Dólómítafjöllin. Einnig er gengið um fyrsta hluta Friðarslóðans sem var nýttur til að koma hermönnum og vistum á milli staða í fyrri heimsstyrjöldinni og því er að finna talsvert af stríðsminjum á leiðinni. Gangan endar svo á því að farið er niður í fjallabæinn Kötschach sem hefur þjónustað göngufólk í áraraðir.

_________________________________________________________________________________________________________________________

Takmarkaður fjöldi er í ferðina, lágmark 8 og hámark 12 manns.
Verðið er 229.000 kr. á mann miðað við að gist sé í tveggja manna herbergjum fyrstu og síðustu nóttina og í fjallaskálum í opnu rými á göngunni.
18.000 kr. auka gjald fyrir einstaklings herbergi fyrstu og síðustu nóttina.

_________________________________________________________________________________________________________________________

 


Fararstjóri í ferðinni er Erla Lárusdóttir en hún gekk þessa leið síðasta sumar og var svo heilluð að hún gæti gengið þessa leið á hverju sumri. Erla er fædd 1963, grunnskólakennari með brennandi áhuga á útivist og hefur verið aðstoðar fararstjóri í ferðum til Evrópu undanfarin ár.


 
Lárus Bjarnason verður einnig með í för sem aðstoðar fararstjóri, en Lárus er sonur Erlu og gekk með henni þessa leið síðasta sumar Lárus er mikill útivistarmaður og er meðlimur í nýliðasveit Flugbjörgunarsveitarinnar þar sem hann hefur lokið fjölda námskeiða.

_________________________________________________________________________________________________________________________

Á dagleiðunum er möguleiki fyrir aukatúra fyrir þá allra sprækustu, og einnig tvær tryggðar klifurleiðir ef fólk vill, en þá þarf að hafa meðferðis klifurbelti og hjálm og hafa reynslu í klifri.

Ekki hika við að senda okkur póst á info@okkarferdir.is ef einhverjar spurningar vakna.

_________________________________________________________________________________________________________________________

Innifalið í verði:
Tveir Íslenskir fararstjórar í 7 daga
Flug til og frá Munchen með Icelandair með 23 kg tösku og handfarangri
Rútaferðir frá Munchen - Sillian og Kötschach - Munchen
Gisting á Dolomiten Residenz Sporthotel Sillian **** í eina nótt
Gisting í fjórum fjallaskálum í svefnpokaplássi
Gisting á Bierhotel Loncium *** í eina nótt
Kvöldmatur 8. - 13. júlí (ekki innifalið síðasta kvöldið í Kötschach)
Morgunmatur 9. - 14. júlí

 

Ekki innifalið:
Drykkir
Hádegismatur og nesti á göngu
Kvöldmatur síðasta kvöldið

 

_________________________________________________________________________________________________________________________